Færsluflokkur: Bloggar

Mánudagur 29.03 2011

Morgun: Safi - epli, gúrka, engifer, spínat og sítróna. Smá hentuband m/goji

Hádegi: Delba m/ graskersmauki (homemade)+ safi

Kaffi: Ein sneið þýskt rúgbrauð m/ hummus

Kvöld: Spelt pasta m/ grænu pestó (homemade) og góðu grænu salati

Kv.snakk: 3 stk gráfíkjur

ATH: Gleymdi eiginlega að borða þennan dag ALDREI þessu vant, og skildi svo ekkert afhverju ég var alltaf með tómahljóð í maga, var svo mikið að matbúa að ég gleymdi að setja matinn í munninn.

Bjó til graskersmauk, grænt pesto, gufusauð og maukaði lífræna sætakartöflu og rauðrófu fyrir litlu dömuna og gufusauð hýðishrísgjón til að eiga í skáp.

Góður dagur í gær indeed :)


Í Nótt dreymdi mig...

Mig dreymdi að ég var stödd á "Heilbrigðisstofunun" eða bara Sjúkrahúsi, ég var að reyna að ná tali af lækni, fyrst var ég að leita af honum herbergi úr herbergi og þurfti að taka lyftu, en lyftan stoppaði svona í hálfri hurð milli hæða og ég hefði þurft að príla uppí hana en gat það ekki vegna máttleysi.
Svo var ég loks komin með doksa á línuna, að reyna að tala við hann í einrúmi, en það var erill á sjúkrahúsinu og lítill friður svo ég fór út fyrir inná littla afgirta lóð, þar var að vísu svolítið ruslaralegt en ég veitti því littla eftirtekt vegna þess að ég var með Doksa í símanum. Þá kom gámabíll með fullan gám af rusli sem hann svo losaði inná lóðinni, ég var innikróuð út í horni og var nærri orðin undir öllu ruslinu, en tókst að bjarga mér þrátt fyrir máttleysið, út af haugunum. En meðan á öllu þessu stóð sagði læknirinn við mig að ég væri bara ekki búin að reyna allt...(sem er dagsatt)
Svo hringdi sissa í mig og sagði mér að hún væri með eitthvað spennandi í pokahorninu fyrir mig sem gæti virkað. (það er henni mjög líkt)

Þar sem maður fer sjaldan í djúpan svefn og eyðir flestum nóttum í draumaveröld, er mig alltaf að dreyma og ég man þá flesta, en þessi sat í mér í morgun þegar ég vaknaði, því hann segir svo mikið til um líðan og það sem er í gagni í kollinum. Leitin að lausninni og finnast maður bara haugamatur inná milli...kannast einhver við þetta?

Væri nú gaman að láta ráða þennan draum ef það hefur eitthvað uppá sig...

En það var rétt hjá doksa ég er ekki búin að reyna nærrum því allt, vantar mikið þar uppá og ég er ekki búin að vera svona lengi heldur, er bara svo dásamlega óþolinmóð.

Er að kynna Goji-ber og möndlur þessa helgi á Hamingja og Heilsa í Smáralindinni, gott að vera innan um fullt að fólki sem hefur áhuga fyrir heilsusamlegum lífsstíl, maður kemst alveg í gamla góða gírinn :)

Kær heilsa
Rakel


D-vítamín status niðurstaða LOKSINS komin í hús!!!

Góðir hálsar, ég hef ekki ritað eitt einasta orð í marga daga, er bara búin að liggja undir feld, veturinn alveg að sliga mig, verkirnir verri og mikil þreyta með. Datt úr rútínu og hef ekki verið eins dugleg og ég var í byrjun þegar ég ætlaði að sigra heiminn. En það er ekki öll von út og ég mun halda áfram að vinna í þessu og leita mér svara. Er td. farin að kíkja inná við...bara rétt að gægjast en mun kafa enn dýpra þegar fram líða stundir, þarf að ná tökum á streitunni...

En í dag dýrðar daginn 25 mars 2011 fékk ég loks símtalið sem ég hef beðið eftir frá gigtarlækninum og hann gaf mér upp D-vítamín töluna mína og viti menn!!!
Hún er of lág! Ég hef að vísu síðan blóðprufan var tekin verið dugleg að dæla í mig D-vítamíni en ég var það lág að ég er annsi hrædd um að það muni taka langan tíma að ná mér upp í ásættanlegan status. Ég var litlar 39.6 ng/ml en neðri mörk eru 45 ng/ml samkvæmt læknavísindum en sérfræðingar í náttúrugeiranum telja að þau eigi að vera 60-80 ng/ml til að heilbrigt teljist.

Það er því markmið mitt núna að ná D-vítamíninu upp í heilbrigð 70 ng/ml, ásamt því að ná mér upp í járni og halda blóðsykrinum í jafnvægi. Allt þetta ætti að draga úr þreytu einkennum og jafnvel verkjunum.

Tók 15.000 iu rétt í þessu og ætla halda því áfram í 2-3 mánuði eða þar til sólin fer að skína.

Góðir hálsar með síþreytu og vefjagigt sem og allir aðrir látið athuga D-víamín statusinn ykkar og takið alltaf, ALLTAF vænan skammt af D-vítamíni yfir veturinn og baðað ykkur í sól og sumri við hvert tækifæri sem gefst :)

Sæl að sinni með sól í sinni


Daginn í dag...8.3 2011

Morgun: Hindberja smoothie
Hádegi: Delba m/pestó + eggi og rauðrunnate
Snakk: Döðlur
Kaffi: Haframjöl m/haframjólk og rúsínum.
Kvöld: Spelt spagettí með home-made kjötsósu

Svo bjó ég til hráfæði köku, ætla að gæða mér á henni á morgun, þá fæ ég góðan gest.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bolludagur 7.3 2011

Morgun: Safi, epli, gúrka, spínat, lime og engifer.

Morgun síðar: Weetabix m/haframjólk og xylitol

Til tekt í ísskáp: Rjómabolla sem gleymdist í skápnum síðan í gær.

Hádegi: Hýðisgrjóna og veggie-kjúlla stir-fry afgangur frá í gær.

Kaffi: Súkkulaði-sjeik (sjá mynd) og döðlur

Snakk: meiri döðlur

Kvöld: Kjötbollur, kál, kartöflur og smjör a la Mamma.

Bætiefni: Fiskiolía, D-vítamín, járn, magnesíum, folin m/ b12 ,
Life extention


Meira um D-vítamín

Það eru alltaf að koma nýja go nýjar rannsóknir fram um mikilvægi D-vítamíns. Í tugir ára hefur viðmið læknavísinda miðast við að sporna gegn sjúkdómum en ekki "optimum health" (ákjósanlegt heilbrigði) og þegar um er að ræða D-vítamín er ráðlagt að fá 400IU á dag, það rétt dugar til að koma í veg fyrir beinkröm, sjúkdómur algengur hér áður fyrr og sem er farin að líta dagsins ljós aftur í dag, vegna þess að mörg börn fá ekki lýsi. En raunin er sú að við þurfum 4000-8000 IU á dag til að halda góðri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma á borð við krabbamein og sykursýki. Ef við komumst í tæri við sólarljósið, þó ekki nema í 30 mín á dag, getum við auðveldlega fengið þetta magn D-vítamíns daglega en á löngum köldum vetrum á Íslandi er það ekki fræðilegur. Þá má einnig nefna að sólavörn kemur í veg fyrir framleiðslu D-vítamíns í húðinni.

Hér kemur linkur og lesning um þessar nýju rannsóknir:

http://www.heilsusidan.is/node/1700

ég var að fá í hendurnar fljótandi D-vítamín tekið í dropa tali. Það er frá Source Naturals og fæst m.a í Heilsuhúsinu og er mjög ódýrt, kostar í kringum 1400 kr sennilega amk 2ja mán skammtur fyrir einn ef ekki meira. Mæli með því!!

Verði ykkur að góðu :)


Hvað er hægt að gera? Lélegt frásog næringarefna

Lélegt frásog og nýting næringar efna er ein af stóru og óþekktu (lítið umræddu) ástæðum Vefjagigtar. Flest fólk með Vefjagigt hafa ekki BARA meiri ÞÖRF á næringarefnum, heldur er upptaka næringar efna bágborin hjá þeim, sem gerir vandamálið enn verra. Þetta lélega frásog á sér nokkrar ástæður og er hluti af heilsufarslega spíralnum niður á við, sem er rót vandamálsins.

Stress veldur ALLTAF bólgum í meltingarveginum. ALLTAF! Stress er til þess gert að stoppa meltingar starfsemina í "fight or flight" viðbragðinu. Viðvarandi stress veldur stanslausu mildu meltingar stoppi sem veldur bólgum og minnkandi framleiðslu á magasýrum. Þessi króníska bólga, jáfnvel þó þú finnir ekki fyrir henni, veldur ástandi sem er kalla "Leaky gut Syndrome" "lekar garnir", sem svo veldur eftirfarandi:

- Glútein óþoli
- B-12 vítamín skorti
- Önnur fæðu óþoli
- Sjálfsónæmis sjúkdómum (autoimmune diseases)
- Sýkingum í maga -eins og H.pylori bakteríu eða Candidu í meltingarfærum
- Viðtækum næringarskorti

Þessi vandamál eru ástæðan fyrir því að líklega ertu með skort á mörgum næringarefnum, mörg þeirra sem læknar athuga aldrei með blóðprófi og er janvel ekki hægt að prófa. Bætiefni fyrir vefjagigt í stórum skömmtum geta uppfyllt þörfina á næringarefnum sem þig skortir.

Læknar viðurkenna bara að Celiac sjúkdómur, sem er alvarlegt form af glútein óþoli, geti verið ástæðan fyrir því fólk gæti átt við lélegt frásog af næringarefnum að stríða. En flestir sem eru með Vefjagigt eru með Glútein óþol (þó ekki Celiac) og önnur fæðu óþol. Ef þú hefur ekki þegar breytt mataræðinu þínu er mikilvægt að þú byrjir á að forðast allar algengar óþols fæðutegundir án þess þó að leysa þær af hólmi með ofnæmis/óþolsfríu ruslfæði.

Ég mun síðar ræða hvaða fæði er hentugast til að draga úr bólgum, bæta meltingu og upptöku næringar efna.

Bætiefni fyrir Vefjagigt eru eftirfarandi:

- Magnesíum
- D-vítamín
- D-Ribose
- B-12
- Carnitine

Ég hef þegar fjallað um D-vítamín, Magnesíum og D-Ribose í fyrri pistlum.

Hér kemur umfjöllun um B-12 vítamín og Carnitine.

B-12: B12 vítamín er enn eitt fæðubótar efnið sem getur létt stórkostlega á síþreytu og taugaverkjum, en er algjörlega litið framhjá af læknum vegna ónákvæmra blóðrannsókna. Þar sem ofvirkar taugar og alvarleg þreyta eru aðaleinkenni sjúkdómsins, er það algjör ráðgáta hversvegna læknar gruna aldrei B-12 vítamín skort þar sem klassísk einkenni B-12 skorts eru :

- Taugaverkir - td. Úttaugakvilli
- "Heila-þoka" og breytingar á geði.
- Veruleg þreyta

Enn og aftur er ekki hægt að treysta á niðurstöður blóðprufa, þar sem þær miða alltaf við að magnið sé innan marka sem miðast við sjúklegt ástand en ekki "optimum health". Besta leiðin til að sjá hvort B-12 hjálpar þér er að taka stóra skammta af B12 í tvær vikur eða svo og sjá hvort þér líður betur.

Methylcobalamin B12, er EINA B12 bætiefnið sem þú ættir að nota. Það er frábært fyrir Vefjagigt, því það hjálpar til við að losa okkur við þungamálma og önnur eiturefni, sem og að "endurstilla" óeðlilegt svefnmunstur.

Carnetine:

Carnitine er annað Vefjagigtar bætiefni sem getur dregið stórlega úr þreytu, það er ótrúlegt að læknar mæli ekki með að Vefjagigtar sjúklingar prófi það. Það hefur verið notað fyrir börn sem og aldraða, með góðum árangri og næstum engum aukaverkunum.

Í einni rannsókn, þar sem síþreytusjúklingum var gefið carnetine, fann þriðjungur sjúklingana stórkostlegan mun á sér. Ekki er hægt að finna út með blóðprufum hver muni hafa ávinning af notkun á carnetin, svo eins og með B12 er best að prófa það í 6-8 vikur til að komast að því hvort það henti hverjum og einum.


Fyrir tvö skerf fram á við, fer maður eitt til baka....

Það segir minn elskulegastur þegar ég er langt niðri og miður mín yfir að vera ekki heil manneskja. Niður sveiflan er búin að standa í nokkra daga og vonleysi hefur litað mína daga síðustu viku eða svo...
Ég hef ekki einu sinni haft rænu á að skrá niður hvað ég er að borða og átt erfitt með að halda rútínu...sem er greinilega mjög mikilvægt í þessu stríði.

Ég er á svona tímabili þar sem ég erfitt með að lyfta dásemdinni minni upp úr rúminu sínu á nóttunni til að gefa henni, það þykir mér einna sárast og þá hugsa ég með mér,hvernig verður þetta þegar hún stækkar og þyngist.
Í dag þakka ég fyrir að hún er í penari kantinum elsku stelpan.

Hvað mataræðið varðar þá hef ég nú að mestu haldið mig á beinu brautinni, langar ekki annað. En við skötuhjúin fengum okkur Castello pizzu eitt kvöldið sem við vorum ein í kotinu og tókum svo kósý kvöld með popp og nýkreistum safa...það gæti verið verra.
Svo kláraði ég sykulausa súkkulaðið mitt og hef ekki endurnýjað birgðirnar svo ég freistaðist til að fá mér suðusúkkulaði eitt kvöldið sem við vorum með gesti. Ég bakaði banana-spelt brauð og át með smjör.Ég sauð ávaxtagraut saltaði og sætti með xylitol og hellti svo rjóma útá, mmm yndislega nostalgia. Svona tækla ég "craving-ið" mitt, bý til eitthvað djúsi en innan ákveðinna hollustu marka :)

Ég elska gamaldags mömmu mat og reyni að aðlaga hann mínu mataræði ef ég get. Í gærkvöldi steikti ég tildæmis fisk í raspi, ég notaði polentu í stað brauðrasps, kryddaði hana með herbamare kryddi og pipar, velti fisknum uppúr eggi og polentu og steikti í smjöri. Hafði svo ávaxtasalat með, epli, appelsína, appelsínu og sítrónusafi kreist yfir og smá xylitol, seiktur laukur og soðnar lífrænar kartöflur, smá brætt smjör og ég heyrði engan kvarta, reyndar var fisknum hrósað og enginn að spá í hvurslags rasp þetta væri.

En þess á milli er það bara þetta venjulega, bygg-grautur á hverjum morgni núna í nokkra dag (nýjasta æðið mitt), grjón og grænmeti-steikti það uppúr ristaðari sesam olíu, það kom mjög vel út. Delba brauð með lifur, eggi, pestó.
Hef ekki djúsað eins mikið og vanalega, Djúserinn er að láta illa, held að hnífurinn sé orðin lélegur, enda er þetta sennilega einn mest notaði heimilisdjúser á landinu.

Jæja skildan kallar, nú skelli ég þeirri litlu í vagninn og strunsa út götuna með hund í bandi...

Það sem fer niður kemur upp aftur....var það ekki örugglega svoleiðis ;)


Hvað er hægt að gera? D-vítamín skortur.

Ég held áfram með úrdrátt úr greininni góðu, búin að tala um andoxunarefni og magnesíum. Ég tek Life Extention með andoxunarefnum og drekk magnesíum á hverju kvöldi, annað sem ég tek er D-vítamín, kaupi það fljótandi í Góð Heilsa Gulli Betri, finnst gott að taka Fiskiolíuna og D-vítamínið á sama tíma, því góða bragðið af D-vítamíninu slær á Fiskiolíu bragðið.

Talandi um Fiskiolínuna, þeir sem sáu þáttinn á stöð tvö í gær með Sollu og Dorrit, þær heimsóttu einmitt Þorskalifur-vinnsluna þar sem lifrin er unnin, svo gæddi Dorrit sér á lifrinni og lýsinu meðan Solla horfði á :)
Ég hef verið að narta í þessa lifur í ein þrjú ár, gat það reyndar ekki meðan ég var ófrísk sem er synd því einmitt þá þarf maður á auka omega-3 að halda meira en nokkurntíma fyrr eða síðar. En ég reyni að bæta henni Högnu minni það upp núna og vonast til að það skili sér í mjólkina :) Svo kem ég til með að kenna henni að borða lifrina sjálf þegar sá tími kemur. En já lifrin er full að D-vítamíni og hér kemur svo aftur psitill um D-vítamín skort...

D-vítamín skortur.

Það er næstum glæpsamlegt að læknar skulu afskrifa D-vítamín skort sem eina af ástæðum Vefjagigtar. Skortur á þessu vítamíni getur verið orsök verkja, taugaverkja, örþreytu og heila"þoku". Skortur á D-vítamíni er SVO algengur og veldur einkennum sem eru SVO lík vefjagigt að þú ættir að krefjast þess að láta athuga D-vítamín statusinn þinn. Til að þú skiljir hversu mikilvægt þetta er veður það endurtekið hér með á þennan hátt:
Örþreytan og verkirnir sem fylgja D-vítamín skorti geta lýst sér NÁKVÆMELGA eins og Vefjagigt, og D-vítamín statusinn þinn þarf að vera orðin milli 50 og 80 ng/ml áður en hægt er að skera úr um hvort einkennin stafi af D-vít skorti eða ekki. Stundum þarf hvorki meira né minna en 10,000 IU af D-vit á dag í nokkra mánuði áður en þú nærð þessum tölum.

Ekki halda að þú fáir nóg af D-vít frá sólarljósi(ekki séns í helvíti hér á íslandi BTW) og því þú drekkur mjólk. Ef að D-vít statusinn þinn er lægri en 50-80 ng/ml, þá ertu ekki að fá nóg af D-vítamíni PUNKTUR.
Láttu athuga satusinn þinn og náðu honum upp í réttar tölur.

Ps.Þegar ég fór í blóðpróf síðast hjá Gigtarlækninum, þá fór ég fram á að D-vítamín statusinn minn yrði athugaður. Svo þegar ég heyrði loks í doksa þá sagði hann allt vera innan eðlilegra marka, ég vildi fá að sjá niðurstöðurnar og hann sagðist mundi senda heimilslækni niðurstöðurnar þar sem ég gæti nálgast þær, ég hafði svo samband við heimilis doksa og hann var ekki búin að fá neitt í hendurnar og ég býð enn, hef ekkert heyrt. Besta að hryngja og herja á kall, bara svo erfitt að ná í þessa menn í síma.

Það er mikil vakning hér á landi um þessar mundir um mikilvægi þessa vítamíns, lengi var talið að við gætum auðveldlega ofskammtað á D-vítamíni og að það safnaðist í lifur og illi eitrun, en nú geta menn nagað sig í handabökin, því beinkröm er farin að gera vart við sig aftur hjá íslenskum börnum, þau eru hætt að taka lýsi og við smyrjum á þau sólavörn um leið og sól sést á himni hér á þessu sólfátæka landi. Við ættum þess í stað að drekkja okkur í feitum fiski og fiskiolíu og nýta hvern einasta geisla sem skín á okkar frosnu fold Íslandi. Prófið td að fara inná Dr. Mercola og hin tengilinn sem ég setti inn og lesa ykkur til um D-vítamín. Ég hef lesið: Að fá eitrun af völdum of mikils D-vítamíns er eins og að drukkna í eyðimörk :)


Matardagbók vika 6.

Helgar ruglið hefur aðeins teygt sig inní nýja viku, í grunninn er ég að borða hreint og fínt en það slæðast inn svona máltíðir sem eiga ekki að vera tíðar...bara spari.

Ég er í niðursveiflu núna, var fyrir helgina orðin svo björt að mér fannst mér allir vegir færir og að þetta væri nú sennilega bara tímabundið ástand og kannski bara ekkert vefjagigt eftir allt saman, en óreglan tók sinn toll.Ég hlóð of mikilu í föstudags-dagskrána mína, var á fartinni frá 9 um morgun til 5 seinnipart, með dömuna með mér. Svo tók við matarundirbúningur frir 6 manns og fra´gangur á eftir...þetta var meira en ég réð við og ég var búin á því um kveldið og dösuð alla helgina.
Ég hef líka verið að hreyfa mig minna sem hefur mikið að segja. Lillan mín eins yndisleg og hún er tekur mikla orku, og um þessar mundir er orkan ekki til staðar. Ég hef allavega sannreynt það að sykurlaust og hveitilaust mataræði gefur betri orku, og þegar maður er að berjast við verki og máttleysi er eins gott að orkan sé í lagi. Svo ég held áfram í baráttunni, það borgar sig.

Mánudagur:
Morgun: Quinoa grautur
Hádegi: Tortilla m/pestó, tómötum, papriku og parmesan
Kaffi: hvannarbrauð m/smjöri og te.
Kvöld: Súpa og saltabar á Kryddlegin Hjörtu - rómantík með elskulegum

Þriðjudagur: Gleymdi að skrifa daginn niður en man þetta!
Kvöld: Hamborgari og franskar úr næstu búllu
ATH: ég og draumadrengirnir vorum ein heima og þeir blikkuðu mig...einfalt.

Miðvikudagur:
Morgun: Bygg grautur
ATH: Var að prófa í fyrsta sinn, hann var geðveikur. Gerður úr íslensku byggmjöli frá Móðir Jörð. Setti í hann, goji, pecan, rúsínur og kanill. Slurp og slef, set mynd af honum inn...
Hádegi: Delpa með kæfu og annað með avocado og tómötum.
Snakk: Hnetubalnd og sveskjur, 4 bitar Sykurlaust súkkulaði
KVöld: Mcain pakka pizza 3 sneiðar og safi/appelsínu, epli, sítróna.
ATH:úffff...ætlaði að elda flottan kjötrétt en elskulegur keypti pakka pizzur og ég lét til leiðast.Hafði safa með til að friða samviskuna.

Nú verður það ekkert elsku mamma...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband