Hvað er hægt að gera? Lélegt frásog næringarefna

Lélegt frásog og nýting næringar efna er ein af stóru og óþekktu (lítið umræddu) ástæðum Vefjagigtar. Flest fólk með Vefjagigt hafa ekki BARA meiri ÞÖRF á næringarefnum, heldur er upptaka næringar efna bágborin hjá þeim, sem gerir vandamálið enn verra. Þetta lélega frásog á sér nokkrar ástæður og er hluti af heilsufarslega spíralnum niður á við, sem er rót vandamálsins.

Stress veldur ALLTAF bólgum í meltingarveginum. ALLTAF! Stress er til þess gert að stoppa meltingar starfsemina í "fight or flight" viðbragðinu. Viðvarandi stress veldur stanslausu mildu meltingar stoppi sem veldur bólgum og minnkandi framleiðslu á magasýrum. Þessi króníska bólga, jáfnvel þó þú finnir ekki fyrir henni, veldur ástandi sem er kalla "Leaky gut Syndrome" "lekar garnir", sem svo veldur eftirfarandi:

- Glútein óþoli
- B-12 vítamín skorti
- Önnur fæðu óþoli
- Sjálfsónæmis sjúkdómum (autoimmune diseases)
- Sýkingum í maga -eins og H.pylori bakteríu eða Candidu í meltingarfærum
- Viðtækum næringarskorti

Þessi vandamál eru ástæðan fyrir því að líklega ertu með skort á mörgum næringarefnum, mörg þeirra sem læknar athuga aldrei með blóðprófi og er janvel ekki hægt að prófa. Bætiefni fyrir vefjagigt í stórum skömmtum geta uppfyllt þörfina á næringarefnum sem þig skortir.

Læknar viðurkenna bara að Celiac sjúkdómur, sem er alvarlegt form af glútein óþoli, geti verið ástæðan fyrir því fólk gæti átt við lélegt frásog af næringarefnum að stríða. En flestir sem eru með Vefjagigt eru með Glútein óþol (þó ekki Celiac) og önnur fæðu óþol. Ef þú hefur ekki þegar breytt mataræðinu þínu er mikilvægt að þú byrjir á að forðast allar algengar óþols fæðutegundir án þess þó að leysa þær af hólmi með ofnæmis/óþolsfríu ruslfæði.

Ég mun síðar ræða hvaða fæði er hentugast til að draga úr bólgum, bæta meltingu og upptöku næringar efna.

Bætiefni fyrir Vefjagigt eru eftirfarandi:

- Magnesíum
- D-vítamín
- D-Ribose
- B-12
- Carnitine

Ég hef þegar fjallað um D-vítamín, Magnesíum og D-Ribose í fyrri pistlum.

Hér kemur umfjöllun um B-12 vítamín og Carnitine.

B-12: B12 vítamín er enn eitt fæðubótar efnið sem getur létt stórkostlega á síþreytu og taugaverkjum, en er algjörlega litið framhjá af læknum vegna ónákvæmra blóðrannsókna. Þar sem ofvirkar taugar og alvarleg þreyta eru aðaleinkenni sjúkdómsins, er það algjör ráðgáta hversvegna læknar gruna aldrei B-12 vítamín skort þar sem klassísk einkenni B-12 skorts eru :

- Taugaverkir - td. Úttaugakvilli
- "Heila-þoka" og breytingar á geði.
- Veruleg þreyta

Enn og aftur er ekki hægt að treysta á niðurstöður blóðprufa, þar sem þær miða alltaf við að magnið sé innan marka sem miðast við sjúklegt ástand en ekki "optimum health". Besta leiðin til að sjá hvort B-12 hjálpar þér er að taka stóra skammta af B12 í tvær vikur eða svo og sjá hvort þér líður betur.

Methylcobalamin B12, er EINA B12 bætiefnið sem þú ættir að nota. Það er frábært fyrir Vefjagigt, því það hjálpar til við að losa okkur við þungamálma og önnur eiturefni, sem og að "endurstilla" óeðlilegt svefnmunstur.

Carnetine:

Carnitine er annað Vefjagigtar bætiefni sem getur dregið stórlega úr þreytu, það er ótrúlegt að læknar mæli ekki með að Vefjagigtar sjúklingar prófi það. Það hefur verið notað fyrir börn sem og aldraða, með góðum árangri og næstum engum aukaverkunum.

Í einni rannsókn, þar sem síþreytusjúklingum var gefið carnetine, fann þriðjungur sjúklingana stórkostlegan mun á sér. Ekki er hægt að finna út með blóðprufum hver muni hafa ávinning af notkun á carnetin, svo eins og með B12 er best að prófa það í 6-8 vikur til að komast að því hvort það henti hverjum og einum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband