Meira um D-vítamín

Það eru alltaf að koma nýja go nýjar rannsóknir fram um mikilvægi D-vítamíns. Í tugir ára hefur viðmið læknavísinda miðast við að sporna gegn sjúkdómum en ekki "optimum health" (ákjósanlegt heilbrigði) og þegar um er að ræða D-vítamín er ráðlagt að fá 400IU á dag, það rétt dugar til að koma í veg fyrir beinkröm, sjúkdómur algengur hér áður fyrr og sem er farin að líta dagsins ljós aftur í dag, vegna þess að mörg börn fá ekki lýsi. En raunin er sú að við þurfum 4000-8000 IU á dag til að halda góðri heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma á borð við krabbamein og sykursýki. Ef við komumst í tæri við sólarljósið, þó ekki nema í 30 mín á dag, getum við auðveldlega fengið þetta magn D-vítamíns daglega en á löngum köldum vetrum á Íslandi er það ekki fræðilegur. Þá má einnig nefna að sólavörn kemur í veg fyrir framleiðslu D-vítamíns í húðinni.

Hér kemur linkur og lesning um þessar nýju rannsóknir:

http://www.heilsusidan.is/node/1700

ég var að fá í hendurnar fljótandi D-vítamín tekið í dropa tali. Það er frá Source Naturals og fæst m.a í Heilsuhúsinu og er mjög ódýrt, kostar í kringum 1400 kr sennilega amk 2ja mán skammtur fyrir einn ef ekki meira. Mæli með því!!

Verði ykkur að góðu :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband