Færsluflokkur: Lífstíll

Dagbók konu með vefjagigt.

Tilgangur með skrifunum mínum hér er ákaflega sjálfhverfur, þetta er Dagbókin mín og hjálpargagn í barráttu við Heilkennið Vefjagigt. Það er öllum frjálst sem hafa "áhuga" á vefjagigt að lesa þetta blogg og vonandi ef ég næ góðum árangri í baráttunni verður þetta einhverjum innblástur og aðstoð í sinni baráttu. En sumsé fyrst og fremst er ég að skjalfesta eigin tilraunastarfsemi svo að ég átti mig sjálf á því hvernig mér miðar. Svo er það líka gott aðhald í því að opinbera sigra og ósigra.

Eftir að ég gekk með og eignaðist mitt þriðja barn 37 ára gömul fór ég að fá verki um allan líkamann. Eftir tvær heimsóknir til heimilislæknis og blóðprufur, var niðurstaðan sú að af öllum líkindum væri ég með svokallaða vefjagigt.

Gigtarlæknir staðfesti svo gruninn nokkru síðar. Hann bauð mér sveflyf eða róandi eins og hann kallaði það og verkjalyf sem ég afþakkaði hvor tveggja þar sem ég er með barn og brjósti og finnst það í sjálfu sér engin lausn.

Heimilislæknirinn var aðeins hjálplegri en hann ráðlagði mér að taka þetta í eigin hendur, stunda líkamsrækt, fara í sjúraþjálfun, nudd eða bara hvað eina sem virkar fyrir mig, en hreyfing og að draga úr stressi væru besta leiðin til að draga úr óþægindum vefjagigtar, jú og auðvitað væri gott að passa hvað færi ofan í mig en það skipti kannski ekki sköpum.

Ég aftur á móti hef trölltrú á lækningarmætti heilnæms mataræðis og góðra bætiefna og hef því takið þá stefnu að gjörbylta mataræði síðustu ára og hreinsa út allt það sem líkaminn þarf ekki nauðsynlega til að þrífast og það sem tefur hans eigið batakerfi.

Nú er liðin vika og 2 1/2 dagur síðan ég tók SYKUR, HVEITI og u.þ.b.l 95% af mjólkurvörum úr mataræði mínu. Á þessum tima hef ég einu sinni misstigið mig og gúffaði í mig einni sneið að súkkulaðiköku sem mágur minn kom með og skildi eftri fyrir framan nefið á mér.                              En síðan þá hef ég staðið mig vel og ég finn að ég er orkumeiri og líður betur þó ég sé alls ekki orðin verkjalaus.

Semsagt hér á þessari ágætu síðnu mun ég halda úti matar og bætiefna dagbók,skrá niður alla hreyfingu sem ég stunda, það sem ég geri til að draga úr streitu og næra andlegu hliðina.

 

Vefjagigtin mín lýsir sér svona:

Verkir í vöðvum og liðum - lurkum lamin allann daginn

Liðir sérlega aumir og stífir á nóttunni, snemma morguns og eftir kyrrsetu. 

Hausverkir

Aukin vöðvabólga og máttleysi

Svefnleysi, lausari svefn og erfiðara að sofna 

Blóðsykursfall

Orkuleysi og þreyta

Verkir í tönnum (vont að tyggja hart og seygt)

Erfitt að ganga upp og niður tröppur.

Verkir í hnjám

Minnisleysi og vonleysi (depurð á köflum)

Kuldanæmi - þoli illa að verða kalt

  

Það sem mér finnst hjálpa:

Góður svefn

Heit sturta og böð - algjört möst til að komast í gang á morgnana

Klæða mig vel og verða ekki kalt.

Borða ekki sykur - eykur orku

Drekka mikið vatn - losar bjúg og eykur orku

Að vera á léttri hreyfingu - heldur manni mjúkum og heitum

Að passa að reyna ekki mikið á mig ( td í þrifum, burði og öðrum hamagangi)

Að forðast streitu (fer illa í skapið á mér)

 

Jæja þetta er gott í bili...skyldan kallar :) 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband