Í Nótt dreymdi mig...

Mig dreymdi að ég var stödd á "Heilbrigðisstofunun" eða bara Sjúkrahúsi, ég var að reyna að ná tali af lækni, fyrst var ég að leita af honum herbergi úr herbergi og þurfti að taka lyftu, en lyftan stoppaði svona í hálfri hurð milli hæða og ég hefði þurft að príla uppí hana en gat það ekki vegna máttleysi.
Svo var ég loks komin með doksa á línuna, að reyna að tala við hann í einrúmi, en það var erill á sjúkrahúsinu og lítill friður svo ég fór út fyrir inná littla afgirta lóð, þar var að vísu svolítið ruslaralegt en ég veitti því littla eftirtekt vegna þess að ég var með Doksa í símanum. Þá kom gámabíll með fullan gám af rusli sem hann svo losaði inná lóðinni, ég var innikróuð út í horni og var nærri orðin undir öllu ruslinu, en tókst að bjarga mér þrátt fyrir máttleysið, út af haugunum. En meðan á öllu þessu stóð sagði læknirinn við mig að ég væri bara ekki búin að reyna allt...(sem er dagsatt)
Svo hringdi sissa í mig og sagði mér að hún væri með eitthvað spennandi í pokahorninu fyrir mig sem gæti virkað. (það er henni mjög líkt)

Þar sem maður fer sjaldan í djúpan svefn og eyðir flestum nóttum í draumaveröld, er mig alltaf að dreyma og ég man þá flesta, en þessi sat í mér í morgun þegar ég vaknaði, því hann segir svo mikið til um líðan og það sem er í gagni í kollinum. Leitin að lausninni og finnast maður bara haugamatur inná milli...kannast einhver við þetta?

Væri nú gaman að láta ráða þennan draum ef það hefur eitthvað uppá sig...

En það var rétt hjá doksa ég er ekki búin að reyna nærrum því allt, vantar mikið þar uppá og ég er ekki búin að vera svona lengi heldur, er bara svo dásamlega óþolinmóð.

Er að kynna Goji-ber og möndlur þessa helgi á Hamingja og Heilsa í Smáralindinni, gott að vera innan um fullt að fólki sem hefur áhuga fyrir heilsusamlegum lífsstíl, maður kemst alveg í gamla góða gírinn :)

Kær heilsa
Rakel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband