Fyrir tvö skerf fram á við, fer maður eitt til baka....

Það segir minn elskulegastur þegar ég er langt niðri og miður mín yfir að vera ekki heil manneskja. Niður sveiflan er búin að standa í nokkra daga og vonleysi hefur litað mína daga síðustu viku eða svo...
Ég hef ekki einu sinni haft rænu á að skrá niður hvað ég er að borða og átt erfitt með að halda rútínu...sem er greinilega mjög mikilvægt í þessu stríði.

Ég er á svona tímabili þar sem ég erfitt með að lyfta dásemdinni minni upp úr rúminu sínu á nóttunni til að gefa henni, það þykir mér einna sárast og þá hugsa ég með mér,hvernig verður þetta þegar hún stækkar og þyngist.
Í dag þakka ég fyrir að hún er í penari kantinum elsku stelpan.

Hvað mataræðið varðar þá hef ég nú að mestu haldið mig á beinu brautinni, langar ekki annað. En við skötuhjúin fengum okkur Castello pizzu eitt kvöldið sem við vorum ein í kotinu og tókum svo kósý kvöld með popp og nýkreistum safa...það gæti verið verra.
Svo kláraði ég sykulausa súkkulaðið mitt og hef ekki endurnýjað birgðirnar svo ég freistaðist til að fá mér suðusúkkulaði eitt kvöldið sem við vorum með gesti. Ég bakaði banana-spelt brauð og át með smjör.Ég sauð ávaxtagraut saltaði og sætti með xylitol og hellti svo rjóma útá, mmm yndislega nostalgia. Svona tækla ég "craving-ið" mitt, bý til eitthvað djúsi en innan ákveðinna hollustu marka :)

Ég elska gamaldags mömmu mat og reyni að aðlaga hann mínu mataræði ef ég get. Í gærkvöldi steikti ég tildæmis fisk í raspi, ég notaði polentu í stað brauðrasps, kryddaði hana með herbamare kryddi og pipar, velti fisknum uppúr eggi og polentu og steikti í smjöri. Hafði svo ávaxtasalat með, epli, appelsína, appelsínu og sítrónusafi kreist yfir og smá xylitol, seiktur laukur og soðnar lífrænar kartöflur, smá brætt smjör og ég heyrði engan kvarta, reyndar var fisknum hrósað og enginn að spá í hvurslags rasp þetta væri.

En þess á milli er það bara þetta venjulega, bygg-grautur á hverjum morgni núna í nokkra dag (nýjasta æðið mitt), grjón og grænmeti-steikti það uppúr ristaðari sesam olíu, það kom mjög vel út. Delba brauð með lifur, eggi, pestó.
Hef ekki djúsað eins mikið og vanalega, Djúserinn er að láta illa, held að hnífurinn sé orðin lélegur, enda er þetta sennilega einn mest notaði heimilisdjúser á landinu.

Jæja skildan kallar, nú skelli ég þeirri litlu í vagninn og strunsa út götuna með hund í bandi...

Það sem fer niður kemur upp aftur....var það ekki örugglega svoleiðis ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband