D-vítamín status niðurstaða LOKSINS komin í hús!!!

Góðir hálsar, ég hef ekki ritað eitt einasta orð í marga daga, er bara búin að liggja undir feld, veturinn alveg að sliga mig, verkirnir verri og mikil þreyta með. Datt úr rútínu og hef ekki verið eins dugleg og ég var í byrjun þegar ég ætlaði að sigra heiminn. En það er ekki öll von út og ég mun halda áfram að vinna í þessu og leita mér svara. Er td. farin að kíkja inná við...bara rétt að gægjast en mun kafa enn dýpra þegar fram líða stundir, þarf að ná tökum á streitunni...

En í dag dýrðar daginn 25 mars 2011 fékk ég loks símtalið sem ég hef beðið eftir frá gigtarlækninum og hann gaf mér upp D-vítamín töluna mína og viti menn!!!
Hún er of lág! Ég hef að vísu síðan blóðprufan var tekin verið dugleg að dæla í mig D-vítamíni en ég var það lág að ég er annsi hrædd um að það muni taka langan tíma að ná mér upp í ásættanlegan status. Ég var litlar 39.6 ng/ml en neðri mörk eru 45 ng/ml samkvæmt læknavísindum en sérfræðingar í náttúrugeiranum telja að þau eigi að vera 60-80 ng/ml til að heilbrigt teljist.

Það er því markmið mitt núna að ná D-vítamíninu upp í heilbrigð 70 ng/ml, ásamt því að ná mér upp í járni og halda blóðsykrinum í jafnvægi. Allt þetta ætti að draga úr þreytu einkennum og jafnvel verkjunum.

Tók 15.000 iu rétt í þessu og ætla halda því áfram í 2-3 mánuði eða þar til sólin fer að skína.

Góðir hálsar með síþreytu og vefjagigt sem og allir aðrir látið athuga D-víamín statusinn ykkar og takið alltaf, ALLTAF vænan skammt af D-vítamíni yfir veturinn og baðað ykkur í sól og sumri við hvert tækifæri sem gefst :)

Sæl að sinni með sól í sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakel. Takk kærlega að deila þessm D-vitamin pisli þín til okkar

Kristinn M (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 13:24

2 Smámynd: Rakel Húnfjörð

Það var nú minnst, eins og ég hef áður skrifað í fyrri D-vítamín pistlum þá eru einkenni D-vítamín skorts og vefjagigtar nauðalík og hægt að rugla þeim saman...svo verið viss um ða hafa D-vit birgðir í lagi.

Rakel Húnfjörð, 25.3.2011 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband