Matardagbók vika 6.

Helgar ruglið hefur aðeins teygt sig inní nýja viku, í grunninn er ég að borða hreint og fínt en það slæðast inn svona máltíðir sem eiga ekki að vera tíðar...bara spari.

Ég er í niðursveiflu núna, var fyrir helgina orðin svo björt að mér fannst mér allir vegir færir og að þetta væri nú sennilega bara tímabundið ástand og kannski bara ekkert vefjagigt eftir allt saman, en óreglan tók sinn toll.Ég hlóð of mikilu í föstudags-dagskrána mína, var á fartinni frá 9 um morgun til 5 seinnipart, með dömuna með mér. Svo tók við matarundirbúningur frir 6 manns og fra´gangur á eftir...þetta var meira en ég réð við og ég var búin á því um kveldið og dösuð alla helgina.
Ég hef líka verið að hreyfa mig minna sem hefur mikið að segja. Lillan mín eins yndisleg og hún er tekur mikla orku, og um þessar mundir er orkan ekki til staðar. Ég hef allavega sannreynt það að sykurlaust og hveitilaust mataræði gefur betri orku, og þegar maður er að berjast við verki og máttleysi er eins gott að orkan sé í lagi. Svo ég held áfram í baráttunni, það borgar sig.

Mánudagur:
Morgun: Quinoa grautur
Hádegi: Tortilla m/pestó, tómötum, papriku og parmesan
Kaffi: hvannarbrauð m/smjöri og te.
Kvöld: Súpa og saltabar á Kryddlegin Hjörtu - rómantík með elskulegum

Þriðjudagur: Gleymdi að skrifa daginn niður en man þetta!
Kvöld: Hamborgari og franskar úr næstu búllu
ATH: ég og draumadrengirnir vorum ein heima og þeir blikkuðu mig...einfalt.

Miðvikudagur:
Morgun: Bygg grautur
ATH: Var að prófa í fyrsta sinn, hann var geðveikur. Gerður úr íslensku byggmjöli frá Móðir Jörð. Setti í hann, goji, pecan, rúsínur og kanill. Slurp og slef, set mynd af honum inn...
Hádegi: Delpa með kæfu og annað með avocado og tómötum.
Snakk: Hnetubalnd og sveskjur, 4 bitar Sykurlaust súkkulaði
KVöld: Mcain pakka pizza 3 sneiðar og safi/appelsínu, epli, sítróna.
ATH:úffff...ætlaði að elda flottan kjötrétt en elskulegur keypti pakka pizzur og ég lét til leiðast.Hafði safa með til að friða samviskuna.

Nú verður það ekkert elsku mamma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband