Hvað er hægt að gera? D-vítamín skortur.

Ég held áfram með úrdrátt úr greininni góðu, búin að tala um andoxunarefni og magnesíum. Ég tek Life Extention með andoxunarefnum og drekk magnesíum á hverju kvöldi, annað sem ég tek er D-vítamín, kaupi það fljótandi í Góð Heilsa Gulli Betri, finnst gott að taka Fiskiolíuna og D-vítamínið á sama tíma, því góða bragðið af D-vítamíninu slær á Fiskiolíu bragðið.

Talandi um Fiskiolínuna, þeir sem sáu þáttinn á stöð tvö í gær með Sollu og Dorrit, þær heimsóttu einmitt Þorskalifur-vinnsluna þar sem lifrin er unnin, svo gæddi Dorrit sér á lifrinni og lýsinu meðan Solla horfði á :)
Ég hef verið að narta í þessa lifur í ein þrjú ár, gat það reyndar ekki meðan ég var ófrísk sem er synd því einmitt þá þarf maður á auka omega-3 að halda meira en nokkurntíma fyrr eða síðar. En ég reyni að bæta henni Högnu minni það upp núna og vonast til að það skili sér í mjólkina :) Svo kem ég til með að kenna henni að borða lifrina sjálf þegar sá tími kemur. En já lifrin er full að D-vítamíni og hér kemur svo aftur psitill um D-vítamín skort...

D-vítamín skortur.

Það er næstum glæpsamlegt að læknar skulu afskrifa D-vítamín skort sem eina af ástæðum Vefjagigtar. Skortur á þessu vítamíni getur verið orsök verkja, taugaverkja, örþreytu og heila"þoku". Skortur á D-vítamíni er SVO algengur og veldur einkennum sem eru SVO lík vefjagigt að þú ættir að krefjast þess að láta athuga D-vítamín statusinn þinn. Til að þú skiljir hversu mikilvægt þetta er veður það endurtekið hér með á þennan hátt:
Örþreytan og verkirnir sem fylgja D-vítamín skorti geta lýst sér NÁKVÆMELGA eins og Vefjagigt, og D-vítamín statusinn þinn þarf að vera orðin milli 50 og 80 ng/ml áður en hægt er að skera úr um hvort einkennin stafi af D-vít skorti eða ekki. Stundum þarf hvorki meira né minna en 10,000 IU af D-vit á dag í nokkra mánuði áður en þú nærð þessum tölum.

Ekki halda að þú fáir nóg af D-vít frá sólarljósi(ekki séns í helvíti hér á íslandi BTW) og því þú drekkur mjólk. Ef að D-vít statusinn þinn er lægri en 50-80 ng/ml, þá ertu ekki að fá nóg af D-vítamíni PUNKTUR.
Láttu athuga satusinn þinn og náðu honum upp í réttar tölur.

Ps.Þegar ég fór í blóðpróf síðast hjá Gigtarlækninum, þá fór ég fram á að D-vítamín statusinn minn yrði athugaður. Svo þegar ég heyrði loks í doksa þá sagði hann allt vera innan eðlilegra marka, ég vildi fá að sjá niðurstöðurnar og hann sagðist mundi senda heimilslækni niðurstöðurnar þar sem ég gæti nálgast þær, ég hafði svo samband við heimilis doksa og hann var ekki búin að fá neitt í hendurnar og ég býð enn, hef ekkert heyrt. Besta að hryngja og herja á kall, bara svo erfitt að ná í þessa menn í síma.

Það er mikil vakning hér á landi um þessar mundir um mikilvægi þessa vítamíns, lengi var talið að við gætum auðveldlega ofskammtað á D-vítamíni og að það safnaðist í lifur og illi eitrun, en nú geta menn nagað sig í handabökin, því beinkröm er farin að gera vart við sig aftur hjá íslenskum börnum, þau eru hætt að taka lýsi og við smyrjum á þau sólavörn um leið og sól sést á himni hér á þessu sólfátæka landi. Við ættum þess í stað að drekkja okkur í feitum fiski og fiskiolíu og nýta hvern einasta geisla sem skín á okkar frosnu fold Íslandi. Prófið td að fara inná Dr. Mercola og hin tengilinn sem ég setti inn og lesa ykkur til um D-vítamín. Ég hef lesið: Að fá eitrun af völdum of mikils D-vítamíns er eins og að drukkna í eyðimörk :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband