Matardagbók - lok viku 5. Helgar ruglið... :S

Laugardagur: Ekkert labb, setti bara vagnin út og fór að taka til, það er bara svo freistandi að nota tíman meðan Dásemdin sefur.

Morgun: Bláberja smoothie og vítamínin.

Hádegi: Afgangur af hentusteik frá kvöldinu áður, borðaði bara allt sullið kalt, það var alveg jafn gott...svo gott að ég bókstaflega sleikti diskinn.

Ath: Bakaði impossible pie, til að eiga yfir helgina svo ég héldi mig á beinu brautinni.

Kaffi: Impossible pie og te....súkkulaðikaka m/rjóma!! :S

Ath: Mamma kom með eplalengju, punga og kelinur, ok ég ræð við það, held mig við mitt Imposs pie, svo koma Siss og kallinn hennar með Súkkulaði tertu!! Þá hrundu allar varnir og ég fékk mér smá...en þá meina ég smá.

Kvöld: Man bara ekki hvað það var...jú alveg rétt. Nenntum ekki að elda, ég fékk mér eina sneið af hnetusteikinni sem var ein eftir því meðlætið kláraði ég í hádeginu. Kallinn poppaði og ég bjó til safa svo við fengjum einhverja nærinu...sá eini af unglingunum sem var heima fékk cherrios í kvöldmat :S já það eru ekki allir dagar heilsuadagar í latabæ.

Sunnudagur: Labb með Esju, vagninn og manninn

Morgun: Helgar hafragrautur + safi

Hádegi: Delba með lifur og linsoðnu eggi og Rooibosch te

ATH: Rooibosch er suður afrískt te, fullt af andoxunarefnum og milt á bragðið (líkast melrose tei, af jurta teum)það er sett á pelana í Suður-afríku.

Kaffi: Impossible pie sneið og smá biti hnetusteik.

Kaffi 2: Fjórar vatnsdeigs bollur (litlar...en nógu stórar) með búðing og glássúr.

ATH: Vorum boðin í snemmbúið bollukaffi hjá tengdó, svo ég fékk mér restina af impossible pie og restina að hnetusteik (pínu biti) ætlaði að vera södd þegar ég kæmi í boðið svo ég léti bollurnar í friði. Ég tók meira að segja afgangin af súkkulaðitertunni með í boðið svo hún þvældist ekki fyrir okkur hér heima meir. En ég datt í bollurnar og ekki nóg með það við fengum fullan kassa af bollum með heim og mest alla kökuna aftur í poka.

Kvöld: Tvær Tortilla með pestó, tómatsalsa, avocado, kjúkling...roooosa gott. (koma myndir af því)

Kvöld snakk:( tvær bollur og súkkulaðiköku sneið.

ATH: Búin að vera rugl helgi ég orðin orkulaus og með meiri verki og slen en ég hef haft í langan tíma. Þegar nágranni minn kom til að fá lánað Alians, lét ég hana hafa kökuna í kaupbæti. En bollurnar eru enn í kassa í ískápnum...úff

En nú hefst ný og betri vika með blóm í haga...gott gums í maga :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband