Hvað er hægt að gera? Örþreyttar Nýrnahettur...

Önnur ástæða fyrir Vefjagigt getur verið "örþreyttar nýrnahettur". Örþreyttar nýrnahettur (Adrenal fatigue) spila stórt og vel rannsakað - en samt næstum algjörlega hunsað - hlutverk í síþreytu og vefjagigt. Rannsóknir sýna að þetta er ein af aðal ástæðum vefjagigtar og stafar af nýrnahettum sem eru minni en eðlilegt er og við mikið álag og stress verða hormóna viðbrögð þessara litlu nýrnahetta truflað eða lakara. Með öðrum orðum, þá á fólk sem fær vefjagigt oft erfiðara með að bregðast við stressi og álags aðstæðum. Hvort vefjagigtin er vegna þess að viðkomandi er með minni nýrnahettur og óvirkari en eðlielgt er eða vegna of mikils stress og álags í langan tíma, veit enginn með vissu.

Þetta álag á nýrnahetturnar getur svo aftur leitt til truflunar á starfsemi skjaldkirtils, sem er mjög oft raunin hjá fólki með vefjagigt. En þetta ástand er ekki eitthvað sem ekki er hægt að laga. Næring og lífsstíls breytingar geta bætt viðbrögð nýrnahettana við stressi. Það tvennt sem er mest áríðandi til að byggja upp og styðja við nýrnahetturnar er að:

- FÁ GÓÐAN og NÆGAN SVEFN
- Taka Magnesíum í STÓRUM skömmtum

*þá mæli ég með magnesíum duftinu Slökun, tvær kúfaðar tsk í heitt vatn fyrir svefn og þú slærð tvær flugur í einu höggi...færð magnesíum í stórum skammt og frábæra hvíldar nótt :)

Það vill svo vel til að magnesíum sem er lykil efni í framleiðslu á nýrnarhettu hormónum ásamt Melatonin, er einnig ef tekið í stórum skömmtum besta leiðin til bæta svefn-órelgu. Magnesíum er algjörlega nauðsynlegt, en líka algjörlega vantmetið næringarefni til að draga úr einkennum vefjagigtar. Það er reyndar svo sterk tengsl milli vefjagigar og magnesíum að það á sína eigin netsíðu...fer betur út í það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta með magnesíum hef ég aldrei heyrt í sambandi við vefjagikt. Takk fyrir þetta innlegg, ég ætla að prófa.

Ragnhildur Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband