Um Xylitol

Þeir sem lesa dagbókina hafa nú oft séð mig tala um xylitol, ég nota það töluvert í sykurleysinu til að sæta líf mitt. Mér finnst það bragðast alveg eins og sykur og áferðin er næstum sú sama, bráðnar aðeins hraðar í munni.

Hér kemur smá fróðelikur um Xylitol fyrir þá sem vita ekkert hvað það er eða halda að það sé svipað og Canderel (sem það er EKKI)

Xylitol er nátturulegur "sykur" sem finnst m.a í hindberjum, jarðaberjum, plómum, maískorni og sveppum. Xyitol er líka framleitt af líkamanum sjálfum við niðurbrot á glúkósa, u.þ.b 10 -15 gr á dag. Xylitol sem selt er til neyslu er hinsvegar unnið úr berki af Birkitrjám. Og þó svo það sé "unnin" vara er það álitið Náttúrulegt vegna þess að kemísk bygging þess unna er nákvæmlega sú sama og náttúrlega efnisins. Xylitol er lyktarlaus kristallað duft, er jafn sætt og svipar til sykurs í áferð en innheldur 40% færri kalóríur. Líkaminn meltir það eins og kolvetni en mikið hægar en súkrósa. Glysemic stuðull Xylitols er 7 en sykurs er 64 af 100.

Vegna efnasamsettningar Xylitols, geta margar bakteríur, m.a Streptococcus ekki melt það (notað sem fæðu) sem er aðal ástæðan fyrir því að Xylitol kemur í veg fyrir skemmdir í tönnum, kinnholu-sýkingar og eyrnasýkingar í börnum. Í dag er sett Xylitol í öll helstu tyggigúmmi eins og Extra, en það inniheldur því miður líka gervisætu eins og aspartam. Í heilsubúðum fást Spry tyggjó sem eru eingöngu sætt með Xylitol.

Xyltiol þykkir góður kostur fyrir fólk með sykursýki, líkaminn þarf ekki insulin til að umbreyta xylitoli. Og fyrir fólk með Candida sýkingu, því það hamlar vexti gersveppa. Xylitol eykur upptöku B-vitamína og kalks og dregur því úr líkum á beinþynningu.

Xyltol hefur ekki marga galla, það er dýrara en sykur og fæst ekki öllum búðum, held ég geti þó bókað að það fæst ódýrast í Fjarðarkaupun hér á landi eins og svo margar aðrar heilsuvörur. Ef maður er ekki vanur að nota Xyltiol getur maður fengið tímabundin óþægindi í meltingarvegi (aðalega vindverki) en líkaminn aðlagast því og eykur framleiðslu á ensímum sem eru nauðsynleg til niðubrots.

Ég kaup stóran poka og fer sparlega með, hann endist mér í töluverðan tíma.

Adios


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, langaði bara að segja þér hvað það er frábært að lesa þetta... mér finnst ég vera að lesa um sjálfa mig.. er að glíma við þetta og er einmitt í fæðingarorlofi, á 3 stykki af börnum, nóg að gera og lítill svefn.... þakka þér kærlega fyrir að leyfa mér og öðrum að sjá hvað þú ert að gera, þetta hjálpar mér mikið þar sem ég er að reyna að finna út hvaða mataræði og annað hentar mér :)

óþekkt (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 13:56

2 Smámynd: Rakel Húnfjörð

Sæl Frú óþekk...nei ég meina óþekkt hehe ;)

Takk kærlega fyrir feedbackið, gott að vita að maður er ekki einn á báti, þó ég óski engum að vera á þessum báti. En gott að geta hjálpast að, það hjálpar mér að skrá þetta allt og birta öðrum og frábært ef skrifin hjálpa fleirum en mér, það gleður mitt litla hjarta :)

Óska þér alls his besta!

Rakel Húnfjörð, 9.2.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband