Vika 4. matardagbók

Mánudagur:

Morgun: Súkkulaði-shake

Ath: Var veik í gær, svo mig langaði í eitthvað djúsi í morgunsárið. Við gerum stundum svona shake hér heima, srákunum finnst þetta gott og hann er töluvert hollari en úr ísbúð. Í dag setti ég Banana, frosin og ófrosin, haframjólk, kakóduft (Sollu), hnetusmjör (Sollu), smá kanill (má sleppa), tahini (sesamsmjör - kalk, prótein og góð fita), nokkrar döður...mmmm.

Hádegi: Delba brauð með heimagerðu pestói og linsoðnu eggi.

Ath: Pestóið mitt : Ein krukka sólþurrkaðir tómatar + olían (ekki alveg öll), 2-3 hvítlauksrif og nokkrar hnetur eða möndlur (cashew eru góðar, hlutlausar)og svo slatti ólífuolía, blandað í vita mix eða matvinnsluvél. Auðvelt og rooooosa gott. Nota þetta td alltaf á heimagerða pizzu í stað sósu 100 sinnum betra :)

Man ekki hvað ég borðaði fram að kvöld mat...held bara hnetur :S

Kvöld: Hamborgara veisla...

Ath: Notaði spelt brauð frá Brauðhúsinu í stað borgarbrauðs, setti helling af grænmeti, grillaðan ananas og smá majó og sinnep, bakaðar franskar...fínt.

Hreyfing: Labb með vagn og Esju.

Bætiefni: Life Extention, fiski olía og D-vítamín fljótandi (fæst í góð heilsa, njálsgötu)

Þriðjudagur:

Morgun: Bláberja smoothie - bláber, banani, haframjólk, hveitikím, vanilluduft, tahini.

Hádegi: Delba með pestó og papriku og safi ný pressaður

Kaffi: þrjú stk fin crisp hrökkbrauð með smjöri og safi.

Snakk: hnetubland m/ goiji

Kvöld: Ragú frá Abruzzo með spelt pasta.
ATH: http://www.mbl.is/matur/uppskriftir/351/lambakjots-ragu-fra-abruzzo/
notaði folalda kjöt í stað lambs og sleppti hvítvíninu

Bætiefni: Fiskiolía, D-vít, Life Extention og Magnesínum duft (Slökun - Calm) í heitt vatn fyrir svefninn.

Hreyfing: Labb og PP

Miðvikudagur:

Morgun: Safi - Sellerí, gúrka, spínat, epli, sítróna og engifer. Delba með pestó og eggi.

Hádegi: Hýðis-grjón með eggi, tamarí og ólífuolíu og safinn.

Snakk: Nokkrar hnetur

Kaffi: hvannarbrauð frá brauðhúsi m/ísl smjöri

Kvöld: Ýsa, lífrænar kartöflur, rófustappa og hamsatólg...nostalgía :)

Nammi: Sykurlaust súkkulaði Dark violet frá Perlége (fjarðarkaup) dýrt en mjöööög gott...við konur bara verðum að fá smá súkkulaði stundum...oft ;)

Bætiefni: Fiskiolía, D-vit, Life-extention, magnesíum.

hreyfing labb og PP

Líðan þessa daga: Orkan í fínu lagi þrátt fyrir slitinn og misgóðan svefn. Ég finn greinilegan mun á mér ef ég sef vel, þá er ég bara furðuspræk og get þess vegna sleppt morgun sturtunni. Verkirnirnir og stirðleikinn eru enn til staðar, en einn góðan veðurdag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband