Dagbók vika 3. Matseðill þirðjud og miðvikud.

Það er alveg magnað hvað það er mikil vinna að vera í fæðingarorlofi...ekkert orlof hér, bara ótrúlega mikið að gera og ekki alltaf tími til að hanga í tölvu og blogga :)

En hér koma Þriðjudagur og Miðvikudagur saman í einni færslu.

Þriðjudagur:

Morgun: Basískur safi ala Solla. Sellerí, sítróna,gúrka, engifer og ég setti peru til að sæta smá ;) nokkrar valhnetur með svo ég héldi velli í morgun labbinu.

Hádegi: Þrír litlir slátur bitar (endur hitaðir frá kvöldi áður), tvö egg steikt á pönnu og meiri basískur safi frá morgni.

Kaffi: Impossible pie og te

Snakk: Safa glas - restin

Kvöld: Grænmetis súpa ala Kela (ég sjálf:) rosa góð þó ég segi sjálf frá! ásamt nokkrum sneiðum af spelt brauði með íslensku smjöri. Taldi ekki hve margar enda erum við ekki að telja kalóríur hér :P segi þetta bara því ég er svo mikið átvagl

Hreyfing: Fór út í góðan göngutúr loksins, hefur verið erfitt sökum veðurs, hef þurft að snúa heim í þvílíku slagviðri að vagninn fauk næstum.

Bætiefni: Fiskiolía, D-vitamin, magnesíum (f/ svefn) og Life Extetion.

Miðvikudagur

Morgun: Smoothie/Shake/Boost m/Kókosvatn, bananar, hindber, kókosolía, kanill, vanilluduft og smá cashewhnetur.

Bætiefni: Fiskiolía, D-vit, gleymdi Life Extetion :S

Hádegi: Grænmetissúpan góða og hafra-speltbrauð

ATH: Geri alltaf góðan skammt af súpu, vonast til að kallarnir mínir borði ekki of mikið af henni og á hana svo í 2-3 daga á eftir :)Þeim finnst hún nefnilega góð en eru ekkert trillaðir í hana...gott fyrir mig ;)

Kaffi: Síðasta sneiðin af impossible pie-inu mínu, baka hana ekki aftur alveg strax, tek smá imposs-pásu.

Kvöld: Folalda snitzel steikt á grillpönnu, vatns steikt brokkólí og kúrbítur, sætarkartöflur í ofni og sveppasósa úr kókosmjólk og Kallo sveppatening.

ATH: Þetta er einfaldasti matur í heimi, en það er svo skondið að í hvert sinn sem ég hef þetta á borðum þá heyrist í mínum mönnum "mmm er KJÖT í matinn" og ummm þetta er svo gott. Því þó ég eldi oft kjöt þá er ekki allt kjöt KJÖT og þetta finnst karkynsverunum þrem sem ég fæði flest kvöld, algjör æði :)

Er svo með margt upp í erminni sem mig langar að segja frá, ekki bara telja upp það sem ég set ofan í mig, margt sem tengist vefjagigtinni sem vert er að skoða.

Svo verð ég að gefnu tilefni að afsaka stafsettninga villurnar mínar, ég er með svona stafavíxl heilkenni og mjög fljótfær og alltaf að flýta mér svo þær fá oft að fljóta með...eyðilagði brandar í síðasta bloggi og allt.

Jæja við Högna erum á leið í ungbarnanudd...síðasti tíminn og best að njóta hans vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband