Dagbók vika 3.

Vika 3, Mánudagur:

Morgun: Smoothie úr Bláberjum, Cashewhnetum, Bönönum, Haframjólk (ódýrust í Bónus), kókosolía 1 tsk og vanilluduft.

ATH: ég set cashew hneturnar útí því ég vil alltaf hafa smá prótein í morgunmatnum mínum svo ég fái ekki blóðsykurfall, cashew eru mjúkar og bragðdaufar og henta því vel í svona blandað drykki. Ég tek þó fram að ég á Vita-mix blandara, sem eru ein bestu kaup sem ég hef gert (enda fékk ég hann á 30.000 kr lítið notaðann, stál heppin ég, kosta um 90.000 kr nýr í dag)

Hádegi: Hýðishrísgrjón á wog, með spínati og Cashew og smá Tamarí. Safi úr eplum, rauðrófu, sítrónu og gúrku.

Ath: Ég á gufusjóðara sem ég nota nánast eingöngu til að sjóða grjónin mín og Quinoa, ég sýð mikið í einu og geymi svo í íláti í ískáp (mörg í;) og nota eftir þörfum. Þetta spara mér hellins tíma og fyrirhöfn. Það tekur um 40 mín að sjóða grjón á þennan hátt og maður getur skilið þau eftir og þarf ekki að hafa áhyggjur af að lækka hita né að þau brenni við. Gufusjóðari...önnur brilliant kaup ;)

Snakk : Avocado - étið með skeið beint úr skelinni ;)

Kaffi: Impossible pie (spelt, egg, haframjólk, smjör, vanilludropar og xylitiol-optional) og Holle mjólkurauakndi te.

Kvöld: Steikt blóðmör og lifrapylsa og pínu sviðasulta.

Ath: Fór út í Bónus í smá stressi, kl orðin margt og daman mín ekki hress heima hjá pabba. Greip það næsta sem ég sá...soðið ss slátur og hljóp út án þess að borga..nei ekki alveg :) en ég of lág í blóði svo ég fæ mér slátur annað slagið þó það sé oggu pons hveiti í því og annað jukk. Svo er það bara svoooo gott. Á mínu heimili ólst ég upp við að allt slátur var étið með sykri. Ég get auðvitað ekki borðað það öðruvísi svo enn og aftur nota ég xylitolið góða í stað sykurs. Mig langaði að hafa sætakartöflustöppu með þessu en hafði ekki tíma til að græja hana, hún er mjög góð með slátri, er svona eins og kartöflumús og rófustappa saman í einni kássu....bara betra og hollara :)

Kvöldsnakk?: Leyfði syni mínum að baka smákökur úr síðasta tilbúna-deig-pakkanum frá jólum, lyktin var góð og freistandi en ég stakk upp í mig einum mola af sykurlausu súkkulaði sem svona smá plástur á sárið ;)

Bætiefni: Tók Fiskiolíu 2 msk og 1 msk D-vít fljótandi og tvær töflur Life Extention.
Life Extention: Góð vefjagigtar kona mælti með þessu bætiefni og sagði sig finna stórmun á því. Life extetion innheldur:
RNA og DNA -nucleic acid, þegar líkaminn er undir miklu álagi og að eldast, getur hann ekki sjálfur framleitt nægt magn af nucleic acid sem eru nauðsynlegar til framleiða nýjar og heilbrigðar frumur.
SOD - mjög öflugt andoxunar efni sem verndar frumur fyrir oxunar-skemmdum og er eitt að þremur aðal andoxunar-ensínum sem fyrir finnast í frumunum okkar.
Hefur verið notað til að lækna slit og liðagigt og skemmdir á heilavef m.a.
WILD YAM: Er oftast notað við kvennkvillum eins og vandamálum á tengdum breytingarskeiði og fyrirtíðarspennu, en er einnig gott við vöðvaspennu og verkjum...nota bene.
C-VITAMIN og bioflavíðnóa - sem eru "aðstoðar" efni í þessari samsettningu

Var lengi að sofna svo ég skellti í mig 3 stk Triple magnesium Complex...og sofnaði zzzzz :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband