Er vefjagigt "ólæknandi"? Hvað er hægt að gera....

Þegar mér fór að verða ljóst að verkirnir og líkamlegu óþægindin sem ég þjáðist af voru af öllum líkindum vefjagigt, fór ég að lesa mig til, mest á íslenskum síðum. Þar er oftast sagt það sama og bæði heimilis og gigtarlæknirinn sögðu, sjúkdómurinn er ólæknandi, hann er ekki vefrænn og ekki mælanlegur í neinum blóðprufum eða öðrum testum sem íslenskt heilbrigðistkerfi býður uppá og þar af leiðandi geta læknar ekki boðið okkur nein lyf sem "lækna" sjúkdóminn, aðeins lyf sem slá á einkennin - svefnlyf og verkjalyf.

Ég á systir sem er snillingur, hún er mesti grúskari sem ég þekki. Hún er alltaf að leita svara, til að hjálpa sjálfri sér með hin ýmsu vandamál andleg og líkmaleg og til að hjálpa öðrum. Hún var ekki lengi að finna lesningu fyrir mig, sem hún kom með útprentaða og snyrtilega heftaða saman. Ég þakkaði pent og lagði blöðin frá mér...svo gleymdi ég þeim. Þau lentu í bunka af blöðum, gluggapósti og öðru blaðarusli og ég las hana ekki. En svo fann ég greinina aftur og setti hana á náttborðið, og þegar ég var komin í ból um kveldið las ég hana og fylltist mikilum áhuga og áfergju eftir því sem ég las lengra.

Nú langar mér að deila með þeim sem vilja heyra meira:

"Ofvirkar" taugar eru eitt einkenna vefjagigtar ekki ástæða hennar.

Ástæðan er einstaklingsbundin, ekki sama orsökin sem leysir þennan lúmska vágest úr læðingi. Það sem við eigum þó sennilega öll sameiginlegt er STRESS/streita, og næstum því allir sem þjást af vefjagigt hafa upplifað amk einn MJÖG streitu mikinn atburð eða orðið fyrir einhverskonar andlegu áfalli í gegnum lífið.
Þá er talað um stress og áhrif þess á líkaman:
- það eykur framleiðslu streituhormóna frá nýrnahettum
- það eykur þörf á magnesíum - enda eru sterk tengsl milli vefjagigtar og magnesíum.
- það eykur sindurefni (free radicals) sem skaðar frumur, vefi og æðar.
- Það eykur þörf á orku innan fruma.
- Það breytir hormóna "munstri" (td. hlutföllum)
- Veldur bólgum í meltingarvegi
- Hefur áhrif á viðbrögð ónæmiskefisins.

Flestir læknar (og lyfin sem þeir ávísa) leggja ekki áherslu á að greina vefjagigtina rétt, heldur einungis að draga úr stressi/álagi "hérna taktu smá svefnlyf" "þetta er allt í hausnum á þér" "þú ert bara útkeyð" og að vissuleiti er það rétt hjá þeim. Þú ert útkeyrð , þreytt, þunglynd, svefnvana, orkulaus en það eru bara einkennin sem sjást og finnast.

Stress er upphaf og viðheldur heilsufarslegum spíral sem snýst niður á við.
Það er hægt að snúa þessari þróun við.

Jú við þurfum að læra að díla við stress og draga úr álagi, en það eru mörg ALVÖRU vandamál í líkamanum okkar sem auka á álagið og streituna en fer alveg framhjá læknum þrátt fyrir miklar rannsóknir. Þetta eru nokkur atriði sem ég mun taka fyrir hér lið fyrir lið í nokkrum hollum. Byrjum á...

Oxunar Streita - Oxidative Stress

Oxunar stress er tæknilegt orð yfir það sem gerist í líkamanum þegar við upplifum allt sem kallast stress/álag. Oxunar stress er ein af ástæðunum fyrir ofvirkum taugaviðbrögðum (verkjum) í líkama fólks með vefjagigt - það veldur einnig örðum skemmdum í líkamanum td. krabbameini. Það kannast flestir við sindurefni (free radicals), þetta eru efni sem losna úr læðingi við allar tegundir af stressi. Þessvegna er svona mikið talað um Andoxunarefni og mikilvægi þeirra. Fyrir Vefjagigtar sjúklinga er ekki alveg nóg að borða meira brokkólí, þó það sé góð hugmynd, og mikilvægt að fá sem mest að grænmeti og ávöxtum. Það er nauðsynleg fyrir fólk með vefjagigt að taka andoxunar efni í fæðubótar formi. Hér kemur listi yfir góð Andoxunar efni sem gott að taka:

- Lipoic Acid: er fitusýra sem inniheldur sulfur,hún finnst í hverri einustu frumu líkamans og nauðsynleg við framleiðslu orku. Lipoic Acid hefur það fram yfir önnur andoxunar efni að virka bæði í vatns og fituvefjum. E-vitamin virkar td bara í fituvef og C-vitamín bara í vatni.

- Selenium: er snefil steinefni en mikilvægt til að viðhalda góðri heilsu. Það binst próteinum og verður þá að öflugu andoxunar enzími. Seleníum er einnig mikilvægt fyrir starfssemi skjaldkirtils og er mikilvægur þáttur í ónæmiskerfinu.

- Coenzyme Q-10: spilar aðalhlutverkið í orkuframleiðslu (ATP) í frumum líkamans. Q-10 er ráðalagt og notað að fólki með allskyns hjartavandamál/sjúkdóma,td. til að koma í veg fyrir hjartaáfall og eða að jafna sig eftir hjartaáfall. Fólk með háan blóðþrýsting, sykursýki, tannholdssjúkdóma, nýrnabilanir, mígreni, parkinson, ofþyngd og til að draga úr aukavergunum lyfja.

C-vítamín með D-Ribose: C vítamínið er andoxunarefni og D-Ribose er teg. af sykri (unnið úr glucosa)sem sýnt hefur að auki magns ATP (orkuefni) í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að CFS sjúklingar hafi óvenju lágt magn af ATP. D-Ribose getur, aukið orku í vöðvum og hjarta, dregið úr síþreytu og aukið styrk veikra vöðva. Ribose hjálpar líkamanum að endurvinna ATP, og nota eigin orku betur. D-ribose bætir svefn, örþreytu, einbeitingu, verki og eykur vellíðan.

Ef þér langar að líða betur er algjört MÖST að draga úr streitu og taka andoxunarefni!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband